Forseti vísaði Icesavemálinu til þjóðarinnar og Alþingi hlýtur að taka mið af því.

Ég er innilega sammála Styrmi Gunnarssyni, varðandi það atriði að Icesavemálið liggur hjá þjóðinni, og þar af leiðandi ætti Alþingi að sjá sóma sinn í því að vísa þessu máli til þjóðarinnar í atkvæðagreiðslu.

Getur það verið að forseti þurfi hugsanlega að neita að samþykkja lög sem sá hinn sami hafði áður vísað til þjóðarinnar og þjóðin sagt nei við ?

Hvar stendur þá virðing Alþingis eftir ?

Að öðru leyti er það sannarlega rétt að meirháttar pólítisk mistök hafa orðið varðandi afstöðu Sjálfstæðisþingmanna í þessu máli, þar sem af minna tilefni gæti orðið til þess að kalla þar á sviðið nýjan leiðtoga.

Einungis tvær konur koma þar til greina frá mínum sjónarhóli séð.

kv.Guðrún María.


mbl.is Meiriháttar pólitísk mistök
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband