Formaður Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs, mænir á alþjóðlegan fjármálamarkað.

Það hefði einhvern tímann þótt saga til næsta bæjar að formaður VG, ræddi um það að " liðka til " þáttöku á alþjóðlegan fjármálamarkað, svo ekki sé minnst á það hver á að borga þá hina sömu " liðkun " sem er jú almenningur í landinu þar sem honum er ætlað að greiða fyrir " útrásarævintýri " einkabanka í útlöndum.

Nú fagnar formaður flokksins afstöðu formanns Sjálfstæðisflokks við stuðning við mál þetta, meðan flokksmenn Sjálfstæðisflokksins rísa upp gegn forystunni.

Óhjákvæmilega koma öfugmælavísurnar upp í hugann eins og stundum áður, þar sem hvor flokkur og forystusauðir snúast öndverðir gegn eigin yfirlýstu stefnumiðum hvers konar, frá vinstri til hægri og sameinast í afstöðu gegn sannfæringu flokka sinna.

Sem betur fer á Framsóknarflokkurinn og Hreyfingin kjörna þingmenn á þingi.

kv.Guðrún María.


mbl.is Fagnar afstöðu sjálfstæðismanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband