Hvenær ætla Íslendingar að koma sér upp úr hjólförum hentistefnusjónarmiða tækifærismenskunnar ?

Hentistefnusjónarmið tækifærismennskunnar inniheldur það að menn mæra allt sem kemur frá eigin flokkum fram og til baka og bölva og ragna og búa til samsæriskenningar um allt sem gengur þeirra flokkum á móti og eignað er andstæðum sjónarmiðum allra handa, hvar sem þau finna má, og mögulega tengja.

Gott dæmi um þetta er niðurstaða Hæstaréttar að dæma stjórnlagaþingskosningar ógildar, þá var það víst bara Sjálfstæðisflokknum að kenna af því að Björn var dómsmálaráðherra og Davíð vinur Jóns Steinars sem er einn af dómurum.

Það gleymist náttúrulega í þessu sambandi að fleri dómarar eru í réttinum, sem ef til vill eru ekki vinir Davíðs, en það hentar ekki ofan í hjólförunum.

Niðurstaðan var nefnilega ekki álitsauki þeirra tveggja flokka sem sitja við valdataumana og áhangendurnir fara hamförum í hjólförunum við samsæriskenningasmíð hentistefnusjónarmiða tækifærismennskunnar.

Ekki verður það til að auka álit á viðkomandi flokkum að mínu viti, hvað þá þjóðmálaumræðu almennt svo ekki sé minnst á þjóðfélagsþróun.

kv.Guðrún María.


mbl.is Enginn veit um áhrif ágalla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband