Nei sko, Sjálfstæðisflokkurinn vaknar til vitundar um stjórnarskrána.

Raunin er sú að þingið hefur í langan tíma fengið falleinkun til endurskoðunar á stjórnarskránni, nægir þar að nefna stjórnarkrárnefnd sem lognaðist út af við vinnu sína fyrir nokkrum árum.

Með öðrum orðum það vantaði vilja til þess hins sama verkefnis.

Það er nokkuð hjákátlegt að Sjálfstæðisflokkurinn skuli nú lýsa sig tilbúinn til þess að endurskoða stjórnarkrána eftir að Hæstiréttur hefur dæmt stjórnlagaþingkosningarnar ógildar.

Ekkert hefur heyrst um skoðun flokksins á Icesavemálinu enn.

kv.Guðrún María.


mbl.is Vill hefja endurskoðun stjórnarskrárinnar strax
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Óneitanlega fannst mér furðulegt að hlusta á Jóhönnu hnýta í Sjálfstæðisflokkinn fyrir klúður sitt með Stjórnlagaþingið. Enn furðulegra að hún skyldi segja hann á móti því að ákvæði um auðlindirnar fari í Stjórnarskrá. Ég fullyrði að það er engin mótstaða við það innan Sjálfstæðisflokksins enda hefur hann margoft ályktað um þennan rétt á landsfundum sínum. Grátbroslegt mál. Hún sér fjanda þar sem þeir eru ekki.

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 29.1.2011 kl. 05:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband