Hefur verkalýðshreyfingin lært sína lexíu ?
Föstudagur, 28. janúar 2011
Hvernig datt mönnum í hug að koma fulltrúum atvinnurekanda upp að borði í stjórnir lífeyrisstjóða í landinu ?
Hvernig ?
Hver ber ábyrgð á hinu gagnslausa samkrulli hinna ýmsu félaga undanfarin ár og áratugi sem engu hefur skilað launþegum í landinu, engu ?
Það tekur þvi ekki einu sinni að tala um einhverja hótun SA, raunin er sú að það er félaganna að semja um laun fyrir hönd sinna umbjóðenda.
Sú er þetta ritar hefur verið á launþegi á vinnumarkaði nú í 36 ár og undanfarna tvo áratugi hafa samningar snúist um lítið sem ekki neitt og oftar en ekki einhvers konar símenntunaráætlanir sem hluta af samningum á kostnað beinna launahækkana.
Á sama tíma hafa skattar einungis vaxið ekki hvað síst þar sem skattleysismörk héldust ekki í hendur við verðlagsþróun árum saman og gera ekki enn þann dag í dag.
Þessi ríkisstjórn sem nú situr hefur yfirtoppað, allar fyrri hvað varðar alla skatta á almenning í landinu, svo mjög að staðnað hagkerfi blasir við.
Jafnframt hefur yfirstjórn verkalýðsfélaga og allra handa umsýslubákn þar á bæ, litið dagsins ljós, þar sem ofurlaunagreiðslur eiga sér stað umfram verkamanninn sem þó borgar brúsann.
Alþingi sér ekki enn nauðsyn þess að endurskoða lagalega umgjörð og skipulag verkalýðsmála svo sem sjóðasöfnun þá sem heita lífeyrissjóðir, sem notaðir hafa verið og nýttir til þess að braska með um víðan völl með tilheyrandi tapi í markaðsloftbóluævintýramennskunni.
Hér er endurskoðunnar þörf.
kv.Guðrún María.
Almennir launamenn í gíslingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
var fyrir viku síðan á fundi hjá VM þar voru kynntar hugmyndir ASÍ um launahækkanir, en þær miðast við að laun hækki um 2-3% á ári næstu 3 árinn. þeirra hagfræðingar gera ráð fyrir 1,7-1,8 % verðbólgu á ári
Samúel Guðmundur Sigurjónsson (IP-tala skráð) 28.1.2011 kl. 02:16
Sæll Samúel.
Já það verður fróðlegt að vita hvernig þessir útreikningar koma til með að hljóma saman við raunveruleikann.
kv.Guðrún María.
Guðrún María Óskarsdóttir., 29.1.2011 kl. 01:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.