Hvað fór úrskeiðis og hvað á að gera í þessu máli ?

Það sem fór úrskeiðis í þessu máli skrifast fyrst og fremst á hamagang og læti til þess að framkvæma þessa kosningu á gjörsamlega ómögulegum tíma í íslensku samfélagi, þar sem undirbúningur allur var ekki sem skyldi.

Í raun og veru er ekki við Landsyfirkjörstjórn að sakast varðandi þann hinn sama undirbúning heldur ráðuneyti málaflokksins, hins vegar er framkvæmdaþátturinn verkssvið kjörstjórnanna, þar sem Landsyfirkjörstjórn ber sína ábyrgð.

Ég ber virðingu fyrir Ástráði Haraldssyni formanni landskjörstjórnar en gagnrýni hins vegar pólítiska meirihlutakosningu í kjörstjórnir eftir hverjar kosningar þar sem ég álít að hið pólítiska vald á hverjum tíma eigi að aftengja með öllu framkvæmdaþátt kosninga.

Þessir eiga sæti í Landsyfirkjörstjórn.

"Aðal- og varamenn voru kosnir á þingfundi 11. ágúst 2009. Eftirtaldir einstaklingar sitja í landskjörstjórn:

Aðalmenn:

Ástráður Haraldsson
Bryndís Hlöðversdóttir
Hervör Lilja Þorvaldsdóttir
Þórður Bogason
Þuríður Jónsdóttir

Varamenn:

Anna Tryggvadóttir
Sigurjón Sveinsson
Hrafnhildur Stefánsdóttir
Sigurður Kári Árnason
Sólveig Guðmundsdóttir

Á fundi landskjörstjórnar 18. ágúst 2009 var Ástráður Haraldsson kosinn formaður og Bryndís Hlöðversdóttir varaformaður.

Ritari landskjörstjórnar er Þórhallur Vilhjálmsson. "

Mín skoðun er sú að það sem á að gera er að koma í gegn bráðbirgðalagasetningu á Alþingi varðandi það atriði að kosningar þessar verði endurteknar með rafrænum hætti þ.e lykill Ríkiskattstjóra verði nýttur til þess hins arna, þar sem kosningin sjálf er endurtekin með sömu frambjóðendum.

Það er ekki ýkja flókið mál en kostar aðgengi fyrir þá sem ekki skila rafrænt skattframtali.

Aðeins spurning um að þora að taka nýja og ódýrari tækni í notkun.

kv.Guðrún María.


mbl.is Ræddu hugmyndir um afsögn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Afsögn? Bíddu, búum við ekki á Íslandi?

Guðmundur Pétursson, 27.1.2011 kl. 02:15

2 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Mér líst vel á þetta. Bara sérstök rafræn kosningaskilríki.

Bara eins og depetkort. Kjósandinn fær t.d. í þessu tilfelli listann með frambjóðendum sendan heim og getur unni með hann í næði.

Þeir sem hafa ekki aðgang að tölvu fá bara aðstoð hjá trúnaðarmönnum.

Svo tilheyra þessi skilríki fólki eins og ökuskírteini og verður hæg að grípa til þeirra þegar uppi eru þjóðaratkvæðagreiðslur og alþingiskosningar o.s.frvs.

Svo kemur fólk á kjörstað og straujar kortið og fær afrit.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 27.1.2011 kl. 18:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband