Sjúklingar eiga ekki að fá að vita það í apótekinu að ávísuð lyf, hafi verið tekin af markaði.

Raunin er sú að það er margt að í þessum efnum enn hér á landi, og lágmark er til dæmis að læknar fái að vita um það ef taka á lyf af markaði og geti tilkynnt sínum sjúklingum hið sama.

Sjúklingur á EKKI að fá að vita það í apótekinu að lyf sem honum er ávísað af lækni hafi verið tekið af markaði svo ekki sé minnst á það að lyf sem boðið er í staðinn hafi hækkað um tugi prósenta í krónum talið.

Þarna vantar eftirlit og tilkynningaskyldu einhvers konar.

Ég hygg að sparnaður í heilbrigðismálum hafi hins vegar gert það að verkum að kostnaðarvitund er enn ríkari en ella og áhorf á þátt lyfjakostnaðar enn meira en ef til vill hefur verið áður.

Eigi að síður er aðhald nauðsynlegt á öllum tímum.

kv.Guðrún María.


mbl.is Ekki ástæða til að herða reglur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband