Og hefst nú væntanlega samsæriskenningasmíðin um Hæstarétt.

Ef ég þekki rétt þá mun nú hefjast upprifjun á samsæriskenningasmíð um Hæstarétt einkum og sér í lagi hjá þeim er voru kosnir á stjórnlagaþingið úr röðum stjórnarflokkana, og forsætisráðherra fór ekki hjá því að gefa tóninn á þinginu.

Það atriði að auðlindir í þjóðareign í stjórnarskrá sem stafur í bók breyti einhverju í framkvæmd laga er hlægilegt. Að öllum líkindum er það ESB málið sem veldur þessum hamagangi ráðherra nú, þar sem stjórnlagaþingið var hluti af ferlinu í aðildarumsókninni.

Sem betur fer voru fimm hundruð frambjóðendur og einungis 25 kjörnir á þetta þing þannig að umræðan kann að verða meira í jafnvægi sem skyldi, en ella og það er fínt.

kv.Guðrún María.


mbl.is Íhaldið er „skíthrætt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Af hverju eruð þið íhaldsmenn svona illir út í stjórnarskrártöku auðlindanna ef það skiptir ekki máli? Væri það þá ekki um leið vörn gegn ESB hættunni?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 26.1.2011 kl. 01:58

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Axel.

Sýnist þér framkvæmd laga samkvæmt núverandi stjórnarskrá sem skyldi ?

Hverju ætti það að breyta að setja ákvæði um auðlindir í stjórnarskrá, sem ekki yrði farið eftir ?

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 26.1.2011 kl. 02:08

3 Smámynd: Kjartan Sigurgeirsson

Auðlindir í stjórnarskrá eða ekki, skiptir að mínu mati litlu máli, tæki ekki ýkja langan tíma að skella inn í núverandi stjórnarskrá ákvæði um að allar auðlindir þjóðarinnar séu í þjóðareign.

Það sem mér finnst verst í þessum farsa öllum, er að framkoma og hegðun forsætisráðherra varðandi þetta mál er henni og reyndar þjóðinni allri til skammar.  Hvernig á manneskja sem hefur ekki taumhald á sjálfri sér að stýra heilli þjóð?

Kjartan Sigurgeirsson, 26.1.2011 kl. 09:00

4 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Kjartan.

Já það var afskaplega óviðeigandi að ráðherra skyldi þurfa að viðhafa slika þætti.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 27.1.2011 kl. 00:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband