Framkvæmd kosninga og ábyrgð ríkisstjórnar á framkvæmdavaldinu.
Miðvikudagur, 26. janúar 2011
Að vissu leyti má segja að sú er þetta ritar sé hokin af reynslu varðandi framkvæmdaþátt kosninga til þings, sem frambjóðandi þrívegis til þings og einu sinni til sveitarstjórna.
Árið 2003, var að mig minnir kosið eftir breyttu kjördæmafyrirkomulagi en framkvæmdin virtist þá ekki hafa verið á hreinu fyrirfram einkum og sér í lagi vrðandi ferðalag atkvæða millum hinna dreifðu byggða, og misvísandi skilaboð fyrir hendi, en þær kosningar lutu kæru ef ég man rétt varðandi það hið sama atriði. Kæru sem ekki var tekin til greina þá.
Árið 2007, gekk kosningafyrirkomulagið til þings betur fyrir sig en verið hafði árið 2003.
Árið 2009, öðlaðist ég mikla reynslu af þáttöku í samskiptum við yfirkjörstjórnir hér á höfuðborgarsvæðinu, þar sem mismunandi áherslur milli kjörstjórna voru fyrir hendi hvað varðar gildingu framboðs þess sem ég tók þá þátt í þá , en framboðsmál enduðu fyrir Landskjörstjórn sem á endanum gilti framboðið eftir alls konar sérskilyrði sem kjörstjórnir í Reykjavík settu umfram aðrar kjörstjórnir á landinu.
Misvísandi skilaboð um hin ýmsu skilyrði var eitthvað sem allsendis átti ekki að þurfa að vera fyrir hendi og í raun sjálfsögð og eðlileg krafa að sams konar skilyrði kjörstjórna séu í gildi alls staðar á landinu.
Stjórnvöld á hverjum tíma bera ábyrgð á framkvæmdavaldinu þar með talið kjörstjórnum hvarvetna á landinu, þannig að framkvæmd stjórnlagaþingskosninga sem nú hefur verið dæmd ógild mun skrifast á sitjandi valdhafa.
kv.Guðrún María.
Ábyrgð hjá framkvæmdavaldi og landskjörstjórn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.