Hagfræði sem kann að tala, í Silfri Egils.

Það var alveg frábært að sjá Elías úr Mosfellsbæ, birta okkur tölulegar staðreyndir á mannamáli um rekstur eins þjóðfélags, fram og til baka, í Silfri Egils í dag, hafi hann góðar þakkir fyrir.

Það er nákvæmlega þessi heildaryfirsýn sem við þurfum á að halda, alltaf til þess að skoða þróun þá sem fyrir hendi er sem og við ákvarðanatöku um framhaldið.

Hin mikla tilhneiging til þess að birta tölulegar upplýsingar sem henta hverju sinni hefur sannarlega verið fyrir hendi í voru þjóðfélagi allt of lengi, þar sem hluti " sannleikans " er matreiddur samkvæmt fyrirfram ákveðnum matseðli þess sem setur slíkt fram.

Þar er það að æra óstöðugan að fylgjast með til dæmis fréttum af slíku töluflóði sem þar á ferð á stundum til þess að ná heildaryfirsýn um eitt samfélag.

Silfur Egils var einstaklega uppfræðandi í dag og það ber að þakka.

kv.Guðrún María.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband