AFNEMA þarf framsal aflaheimilda úr lögunum um fiskveiðistjórn.

Það var í tíð Þorsteins Pálssonar sem sjávarútvegsráðherra að breyting á lögum um fiskveiðistjórn kom til sögu, varðandi það atriði að heimila framsal aflaheimilda millum útgerðaraðila, þ.e, leigu og sölu á slíku, í framhaldinu varð til veðsetning i fjármálastofnunum á óveiddum fiski úr sjó, sem aldrei skyldi orðið hafa hér á landi og orsakaði þvilíka rússneska rúllettu í hagkerfinu að það hálfa væri nóg.

Sökum þess að hið háa Alþingi steinsvaf á verðinum varðandi breytingar til þess að stöðva það sem sjálfkrafa orsakaði eitt mesta byggðahrun hér á landi, og í raun loftbólufjármagn í hagkerfinu við veðsetningu á " óveiddum fiski úr sjó, og dansaði með kerfisbreytingum þessum sem óumbreytanlegum raunveruleika, þá fór sem fór og loftbólan sprakk sem vitað var að myndi gerast hjá þeim sem vildu vita.

Þannig er nú það.

kv.Guðrún María.


mbl.is „Ekkert nýtt í tillögunum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband