Nærtækari verkefni liggja á borðinu fyrir Umhverfisráðuneytið.

Kostnaðarsöm stjórnsýsluúttekt aftur í timann skilar engu, hins vegar væri nærtækara verkefni fyrir ráðuneytið að láta fara fram rannsókn á díoxiðmengun af völdum svifryks á fjölmennasta svæði landsins, sem ég tel enn sem komið er falið vandamál.

Það er enginn heil brú í því að mönnum sé heimilt að aka innanbæjar yfir vetrartímann á nagladekkjum, án þess að nokkuð sé að gert til að spyrna við þeirri þróun sem heitið geti.

Sífelldari léleg hreinsun gatna hefur verið til staðar undir formerkjum sparnaðar á þessu svæði undanfarin ár og mengun aukist í kjölfarið, þar sem menn anda að sér þvílíkum óþverra í umferð innanbæjar að það hálfa væri nóg.

Sjúkrahúsvistun vegna heilsufarsvandamála sem tengjast því hinu sama er hlutur sem ekkert hefur verið í gert að rannsaka mér best vitanlega en er löngu tímabært að komi til skoðunar.

Stjórnsýsluúttekt á sorpbrennslum aftur í tímann er því hjómið eitt miðað við áhorf á það sem hér um ræðir að mínu áliti.

kv.Guðrún María.


mbl.is Vill stjórnsýsluúttekt vegna díoxíns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband