Skortur á framsýni í umhverfismálum einkennir Íslendinga.

Mengunarskattar, ásamt því atriði að innleiða skipulag hvatningar til þess að nota almenningsökutæki með almennilegri upplýsingu um mengun og það heilbrigðisvandamál sem til dæmis svifryk er á þéttbýlum svæðum, skortir og það hefur skort í umræðu þeirra er hamast gegn vatnsaflsvirkjunum hér á landi einnig. Vatnsaflsvirkjanir eru nefnilega umhverfisvænar í sjálfu sér samanborið við annars konar framleiðslu á rafmagni, það vill gleymast. Sveitarfélög í landinu geta áorkað mun meira en þau hin sömu gera nú einungis ef skilaboðin koma frá ríkisstjórn varðandi það atriði að vinna að sjálfbæru samfélagi innan sinna vébanda. Þau hin sömu skilaboð þurfa að vera til staðar gegnum skattöku annað dugar ekki. Því fyrr því betra.

 

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband