Hvernig eru aðstæður innflytjenda til Íslands nú ?

Getur það verið að innflytjendur hingað til lands hafi fyrst misst vinnu eftir hrunið hér á landi ?

Svarið er JÁ, því miður of margir.

Fólk sem hafði mismikil réttindi á íslenskum vinnumarkaði og lenti í vinnumissi eftir hrun í íslensku samfélagi er ekki vel statt í dag, og það er þyngra en tárum taki að vita til þess hvernig ástand í einu þjóðfélagi og viðhorfsbreyting snýst í öndverðu sína þegar að því kemur að reyna að standa vörð um lágmarksmannréttindi þau sem við þykjumst vilja viðhafa í voru samfélagi til handa öllum þeim sem landið byggja burtséð frá þjóðerni.

Það er eitt að hafa vinnu og annað að vera atvinnulaus án bóta, svo og svo langan tíma án þess ef til vill að hafa nokkra möguleika þess að leita til ættingja sem eru fjarri í öðru landi.

ALDREI skyldum við kasta fram því að vinnusamt fólk án atvinnu, kunni ekki að fara með peninga, aldrei.

Við upplifum atvinnuleysi hér á landi nú um stundir og annmarkar þess hins sama birtast víða, en gætum okkar á alhæfingum um ástand mála, hvers konar.

kv.Guðrún María.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Sæl Guðrún og gott hjá þér að minnast á þetta.

Ég held reyndar að ekki sé endilega um að ræða að innflytjendur hafi misst vinnu umfram innfædda. Að vísu hafa störf í byggingaiðnaði nánast lagst af en þar var mikið af innflytjendum í vinnu fyrir hrun.

Þegar atvinnurekendur þurfa að segja upp fólki horfa þeir ekki til upprunalands starfsfólks, þeir horfa einungis til þess hver laun starfsmanna eru og oftar en ekki er sagt upp þeim sem hæstu launin hafa. Því miður er ekkert sem verndar fólk gegn uppsögn. Starfsaldur eða starfsgeta skiptir þar engu máli. Ekki þarf vinnuveitandi að gefa upp ástæðu uppsagnar, getur sagt fólki upp af eigin geðþótta. Enda hafa mörg fyrirtæki stundað þá sóðaiðju að segja upp öllu starfsfólki og bjóða því endurráðningu á skertari kjörum. Það er ekkert sem bannar þetta. Því miður.

Stéttafélögin hafa verið sofandi undanfarna áratugi, ekkert unnið til að standa vörð sinna félagsmanna þegar svona uppákoma kemur eins og nú er. Þau ættu að skammast sín!

Gunnar Heiðarsson, 3.1.2011 kl. 03:33

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Gunnar.

Það er alveg rétt að stéttarfélögin hafa vart verið sýnileg svo ólíkindum sætir í því ástandi sem tilkomið var í voru samfélagi.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 3.1.2011 kl. 23:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband