Von um hið góða er veganesti til framtíðar.

Við áramót lítum við yfir gengin veg, liðins árs í samfélaginu og hvað varðar eigin göngu á lífsbrautinni.

Mikilvægi þess að geta eignast von um hið góða hvern einn einasta dag ársins, þrátt fyrir hindranir og svartnætti alls konar, hef ég fundið í bænum mínum til Guðs almáttugs að kveldi hvers dags.

Ég byrja á því að þakka fyrir það góða, hversu smátt svo sem það kann að vera í daglegum athöfnum, og bið um það að mér veitist styrkur af ráði og dáð til þess að takast á við næsta dag.

" Ég trúi þótt mig nísti tár og tregi og tárin blindi augna minna ljós ... " segir í kvæði Matthíasar Jochumssonar,
og fyrir mig er það sannleikur á þann veg að trúin flytur fjöll vandræða yfir í vonir sem aftur gera það að verkum að bjartsýni og vilji til verka, verður til, sem er svo nauðsynlegt afl er í mannlegu lífi, til þess að ganga áfram veginn.

Án trúarinnar væri ég afskaplega fátæk andlega nú í dag en aldrei mun þess kostur að verðmeta það hið sama á veraldlegan máta.

Óska landsmönnum gleðilegrar hátíðar um áramót og vona að menn gangi hægt um gleðinnar dyr, eins og vera ber hverju sinni við hátíðahöld hvers konar.

kv.Guðrún María.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gleðilegt nýtt á Gmaría mín og megi allir góðir vættir vaka með þér og þínum og vernda. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.12.2010 kl. 02:38

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Gleðilegt ár og megi gæfan vera með þér á nýju ári, þá vil ég þakka fyrir árið sem er að líða.

Jóhann Elíasson, 31.12.2010 kl. 02:39

3 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sömuleiðis Cesil og Jóhann, gleðilegt ár til ykkar með þökk fyrir liðið ár.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 2.1.2011 kl. 01:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband