Hvar væru vinstri flokkarnir án Davíðs ?

Hinn langi tími stjórnar Davíðs Oddssonar við valdatauma, gerði að að verkum að virtist að vinstri menn sameinuðust um að vera á móti Davíð, sem birtist vel í því að með öllum ráðum þurfti að koma honum úr Seðlabankanum.

Þegar svo er komið að stjórnmál heilu flokkana eru farin að snúast ímyndarbaráttu þess að einhver einn maður sé vandamál stjórnmála, þá hafa stjórnmál fjarlægst tilgang sinn sem eru málefni ofar mönnum.

Það skyldi þó aldrei vera að uppskriftina að formúlu þessari hafi einmitt mátt finna þegar fyrsta fjölmiðlafrumvarp ríkisstjórnar Davíðs kom fram, þar sem hin annars stórkostlegu markaðsöfl hins íslenska markaðar, brugðust illa við fyrirhuguðum höftum sem þó voru bráðnauðsynleg á þeim tíma.

Viðkomandi aðilar báru ekki aðeins banana á Austurvöll, heldur náðu að persónugera stjórnmál hér á landi til handa einum manni.
Þessu er hollt að halda til haga nú.

kv.Guðrún María.


mbl.is Davíð: Ekki starfhæf ríkisstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Taumlaus hatursáróður hrakti hann úr Seðlabankanum,lygar bornar á hann.  Nafn hans skelfir þá.   Gleðilegt ár! 

Helga Kristjánsdóttir, 31.12.2010 kl. 15:37

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Davíð var lengi búinn að þessu. Átti hann nokkurs annarra úrkosta skilið? Hann stýrði Flokknum sem einræðisherra.

Sjálfsagt sakna margir hans sem vilja gjarna vilja láta aðra um að hugsa og ákvarða fyrir sig. Er þeim bjargandi? Hvað er orðið um sjálfstæða hugsun? Er hún ekki til - án einhvers bjargvættis, kannski Davíðs?

Mætti benda á aðra valmöguleika? Steingrímur J. er klár en allt öðru vísi karektér en DO. Mætti nekki athuga það?

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 1.1.2011 kl. 03:13

3 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Gleðilegt ár Helga.

Vinstri flokkarnir hafa því miður róið um of út á það atriði að vera á móti einum manni, án þess að vita hvert í ósköpunum þeir hinir sömu stefna í íslenskum stjórnmálum yfir höfuð, svo dæmi sé tekið þá var SF. ekki með stefnu í sjávarútvegsmálum fyrir kosningar 2003.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 2.1.2011 kl. 01:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband