Burt með verðtrygginguna og vísitölutengingar þar að lútandi.

Hin viðtekna venja sem skapast hefur hér á landi þegar kjarasamningar losna að bæði ríki og sveitarfélög ásamt hinum almenna markaði hafa tryggt sig fyrirfram gagnvart hvers konar mögulegum hækkunum launa á vinnumarkaði, með skatta og gjalda og verðlagshækkunum og ástandið nú er þar engin undantekning frá því sem var fyrir hrunið í islensku samfélagi.

Með öðrum orðum það er búið að hafa af launafólki mögulega kaupmáttaraukningu í samningum.

Verkalýðshreyfingin hefur samjammað sig þessu ástandi og því engin umbreyting komið til sögu varðandi það atriði að kaupmáttur launa hafi verið í samræmi við raunveruleika þann sem við blasti að lokinni samningagerð.

Til þess að breyta þessu ástandi þarf m.a. að afnema verðtrygginguna og aftengja sjálfvirkar vísitölutengingar þar að lútandi, til þess að skapa heilbrigðan ramma um íslenskt efnahagslif og forsendur samningagerðar til handa launamönnum á vinnumarkaði og almennri stjórn efnahagsmála í landinu.

kv.Guðrún María.


mbl.is Álögur þyngja stöðuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband