Jólahreingerningarviðhorfið á kanski illa við verkhraða í fjárlagagerð.

Það hefur fremur verið venja, gegnum tíðina, að hamagangur við að koma þingmálum í gegn fyrir jól, hefur verið með eindæmum.

Fundir fram á nótt, þar sem nokkrir þingmenn taka þátt í þingsal, eru löstur á störfum þingsins og á ekki að eiga sér stað.

Gerð fjárlaga á að lúta góðum vinnubrögðum þar sem þingmenn er að málinu koma hafa yfirsýn yfir mál öll, og til þess þarf nægilegur tími að vera ráðstafaður til þess arna.

Það er gott hjá Pétri Blöndal að vekja athygli á hraða sem hann telur ekki eðlilegan, og hafi hann þakkir fyrir því það eitt er til þess fallið, vonandi að menn bæti slík vinnubrögð.

kv.Guðrún María.


mbl.is Óbærilegur hraði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband