Sunnudagspistill.

Lífið gengur sinn gang á aðventunni en sjálf er ég upptekin við það öllum stundum, að ná aftur heilsu minni en ég losnaði við gifsið af handleggnum á mánudaginn var, mér til mikillar ánægju, en hendin er enn ekki til mikilla verka en það kemur smátt og smátt.

Fór tvisvar í sjúkraþjálfun í vikunni með bakið og æfingar smá aukast eftir því sem likaminn styrkist að nýju.

Fór í fyrsta skipti í smágöngutúr um Jólaþorpið í Firðinum í dag, án þess þó að vera of lengi, en verkir í rifjum frá bakvöðvum segja mér að hvíla mig með reglulegu millibili, ef ég er of lengi gangandi.

Að hanga einn yfir sjálfum sér dag eftir dag án félagslegra samskipta er eitthvað sem eru viðbrigði ekki hvað síst þar sem starf mitt inniheldur mikil mannleg samskipti, aðalstarfið jafnt sem aukastarf, en svo má illu venjast að gott þyki og annað er ekki í boði um tíma.

Jólatíminn er í mínum huga eigi að síður yndislegur timi kærleika meðal manna, þar sem svo auðvelt er að finna barnið í sjálfum sér, og frið í hjarta þegar klukkurnar klingja inn heilög jól.

kv.Guðrún María.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Óska þér góðs bara GMaría mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.12.2010 kl. 14:16

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Takk fyrir það Cesil mín.

kv.Guðrún Maria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 12.12.2010 kl. 23:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband