Frelsi er ekkert frelsi nema þess finnist mörk, ....
Laugardagur, 11. desember 2010
Frelsi er ekkert frelsi nema þess finnist mörk, því innan marka frelsisins fáum við notið þess.
Þetta hefur viljað gleymast á hinum ýmsu sviðum mannlífsins, þar sem ákall á endalaust frelsi á öllum sviðum hefur að hluta til áorkað ringulreið þar sem mörk skorti.
Hningnun siðgæðis er óhjákvæmilegur fylgifiskur, þegar eitt í dag og annað á morgun verður fremur venja en viðburður.
Margur verður af aurum api og það ættum við að þekkja vel Íslendingar, sem höfum leyft okkur að taka þátt í hinum mikla markaðsdansleik loftbóluhagkerfis þess sem fyrirséð var að væri hér til staðar, svo fremi menn vildu sjá.
Sú er þetta ritar var reyndar ekki með boðsmiða á það ball, en fylgdist með eigi að síður, þar sem eitt þjóðfélag fór á hvolf í kaupæði á sama tíma og óveiddur fiskur í sjó var gerður að verslunarvöru á þurru landi.
Nýríkir einokunarkaupmenn gátu sölsað undir sig matvörumarkaði í einu landi sem ekkert væri og enginn gat gert neitt, þótt þeir eignuðust einnig meirihluta fjölmiðla í landinu og ýmislegt fleira í viðskiptum og þjónustu.
Stjórnmálaumræðan snerist um The good, bad, and the ugly, í þessu sambandi sitt á hvað þar sem meintir vinstri og hægri menn hentu spjótum sín á milli, með upppoppuðum trommuleik fjölmiðlanna.
Jón Jónsson verkamaður þurfti að vinna allan sólarhringinn til þess að hafa í sig og á, meðan bankastjórinn í bankanum hans var með 64 milljónir á mánuði.
Það var nokkuð ljóst að illa eða ekki hafði tekist að setja frelsinu mörk.
kv.Guðrún María.
53% segja spillingu hafa aukist | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.