Umhverfisráðuneyti skyldi láta sig varða lífríki hafsins í ríkara mæli.

Rannsóknir á hafsvæðinu kringum landið eru af skornum skammti svo ekki sé minnst ár rannsóknir á áhrifum veiðarfæra á lífríki sjávar.

Miðað við umfang okkar Íslendinga í fiskveiðum er það mikill löstur hvað við vitum lítið um ástand mála í hafinu kring um landið, utan talna um afla dregin á land.

Samsetning fiskiskipastólssins með tilliti til álags veiðarfæra á hafsvæðið í heild sem og einstök svæði er eitthvað sem við sannarlega ættum að hafa á reiðum höndum en mér best vitanlega er svo ekki og nær einungis um að ræða áætlanir að teknu tilliti til þess hvað veiðist á svæðunum kring um landið.

Vægi umhverfisráðuneytis varðandi þessi atriði þarf að vera meira en verið hefur til þessa.

kv.Guðrún María.


mbl.is Áætlun mörkuð um líffræðilega fjölbreytni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband