Réttarríki ekki réttarríki ?

Hvers konar ofbeldi í formi mótmælaaðgerða sem leiða kann til líkamsmeiðinga, er eitthvað sem ég get ekki tekið undir, og breytir það engu hvort slíkt á sér stað á Alþingi ellegar á öðrum vinnustöðum hér á landi.

Ég held að það hafi ekki verið þægilegt fyrir þingmenn í þingsal að sitja og upplifa það atriði að menn sem huldu andlit sín með hettum ryddu sér leið á þingpalla, því fer svo fjarri.

Ég leyfi mér að treysta dómsstólum til þess að dæma í þessu máli sem og verjendum mannanna að færa fram varnir, en það atriði að Alþingi hefði bara átt að sleppa að ákæra er afar sérstök afstaða, svo fremi við viljum búa í réttarríki.

kv.Guðrún María.


mbl.is Tvö ár frá uppþoti á Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband