Ausið fé til þess að reyna að breyta afstöðu landsmanna til ESB, eða hvað ?

Tillaga sem þessi kemur frá stjórnvöldum sem treysta ekki lýðræðinu í landinu eða fjölmiðlum og skoðanaskiptum með eða á móti um aðild að Evrópusambandi.

Raunin er sú að það er ekki ofverk ráðuneytanna hvers fyrir sig með þann mannafla sem þar er til staðar að skýra málasvið sem varða umsókn þessa.

Jafnframt hefur RUV hlutleysishlutverk með höndum nú þegar og skyldi því umfram aðra fjölmiðla gæta þess hins sama varðandi þetta mál sem önnur.

Það eitt að setja fram orðið " hlutlausa " í þessu sambandi þýðir ákveðna ritskoðun í raun af hálfu hugmyndafræðinga, allt öðru máli gegnir ef einungis væri rætt um upplýsingaveitu.

Upphæð þessi er auk þess eitt stykki skandall á tímum sem þessum og ég vona að menn beri gæfu til að koma þessari vitleysu burt.

kv.Guðrún María.


mbl.is 40 milljónir til hlutlausrar upplýsingaveitu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband