Fyrstu persónukosningar á Íslandi, mikilvægt að allir taki þátt.

Einu sinni er allt fyrst og nú eru kosningar til Stjórnlagaþings sögulegt fyrirbæri á þann veg að hér er um að ræða fyrstu persónukosningar á landsvísu hér á landi.

Það er mikilvægt að allir taki þátt í því að kjósa sér fulltrúa, en sjálf hefi ég valið 25. manns til þeirra verka.

Þessu sinni er það heilmikið verkefni fyrir mig að kjósa prívat og persónulega þar sem ég er í gifsi á hægri hendi og er rétthent þannig að það mun taka mig tíma að vanda mig við skriftirnar svo kjörseðillinn verði læs.

En ég ætla ekki að sleppa því tækifæri að kjósa mér fulltrúa til þess að framfylgja lýðræðisumbótum hér á landi.

kv.Guðrún María.


mbl.is Um 5.500 kosið utan kjörfundar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband