Hef gagnrýnt þessi mál í rúman áratug.

Það var afskaplega ánægjulegt að sjá stjórnarmann í VR, í Silfri Egils í dag, með gagnrýni sína á skipan mála hvað varðar lífeyrissjóðina.

Sjálf er ég búin að ræða þessi mál að minnsta kosti rúman áratug þar sem ég tel að menn hafi ekki leyfi til þess að fara með þá fjármuni sem innheimtir eru með lagaboði af launamönnum með þvi móti sem verið hefur.

Jafnframt þarf að aftengja forystu verkalýðsfélagnna frá umsýsluskipan í stjórnir lífeyrissjóða en það kom einmitt fram hjá Ragnari í dag.

Sé einhvers staðar kerfi í kerfinu í íslensku samfélagi sem ver heimskulegan óumbreytanleika þá er það þarna.

kv.Guðrún María.


mbl.is Gagnrýnir rekstrarkostnað lífeyrissjóða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband