Að aka eftir aðstæðum.

Ég var stödd í Reykjavík í dag þegar snjóaði og flughált varð á einni stundu.

Þegar ég ætlaði að stað til Hafnarfjarðar, þá ákvað bíllinn að stríða mér með að fara í gang eins og hann gerir stundum, og það tók mig um hálftíma að fá hann til að fara í gang.

Á þessum hálftíma hafði blotnað svo mikið í úrkomunni að þegar ég kom út á aðalleiðir var þar autt og blautt en ekki hálka svo heitið geti.

Stundum getur því munað um það, að bíða af sér mestu élin.

Sú vísa verður aldrei of oft kveðin að mestu skiptir að aka eftir aðstæðum og þar gildir ökuhraðinn mestu um stöðvunarvegalengdina.

kv.Guðrún María.


mbl.is 28 umferðaróhöpp í kvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband