Fyrsta vinstri stjórnin í langan tíma, stjórnar eins og öfgafrjálshyggju hægri menn.

Að horfa á núverandi ríkisstjórn ganga erinda fjármagnseigenda nær eingöngu er eitthvað sem maður hefði getað trúað að tileinkað yrði öfgafrjálshyggju til hægri, en ekki fyrstu vinstri stjórn á Íslandi um langan tíma.

Ofurskattlagning sú sem þessi ríkisstjórn hefur lagt á landsmenn til þess að koma ríkissjóð á núllið í kreppu meðan landsmenn hafa vart til hnífs og skeiðar má líkja við afturför í torfkofana að vissu leyti, þvi í upphafi mátti ljóst vera að efnahagsdýfa sú og hrun sem yfir okkur dundi væri verkefni til lengri tíma en fjögurra ára.

Hin mikla árátta ráðamanna að hamast við að koma ríkissjóð á núllið er álíka því að ríkið sé ekki fólkið heldur torfkofi stjórnmálamanna sem eðli máls samkvæmt hrynur þegar almenningur hefur ekki lengur kaupmátt til að greiða skatta frekar en fyrirtækin í landinu.

Verkalýðsforystan situr eins og hænsni á priki og horfir á ástandið þegjandi og hljóðalaust enda týnt tilgangi sínum í sænginni með vinnuveitendum og fjármangsbraski lífeyrissjóðanna.

Framsóknar og Sjálfstæðisflokkur hafa allt í einu orðið að englum með vængi í samanburði sitjandi valdhafa við valdatauma.

kv.Guðrún María.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband