Skortur á trúariðkun er ein ástæða siðgæðishnignunnar í voru samfélagi.
Fimmtudagur, 28. október 2010
Alls konar ofgnótt veraldlegrar afþreyingar ásamt oftrú á fjármálamarkaði og endalausa vísindaþróun og tækni hefur villt manninum sýn, þar sem sá hinn sami gleymdi því að þakka fyrir sig hvern dag, en krafðist í sífellu einhvers meira.
Auðmýktin var lögð til hliðar og í staðinn kom heimtufrekja, deilugirni og kröfupólítik, sá sem hafði hæst fékk mest.
Trúin varð aukaatriði og eins og jólaskraut um jól, og páska, en fékk tilgang þegar á bjátaði.
Meint frelsi athafna hluta þjóðfélagsþegna sem fengu aðstöðu til þess að skera sér stærri sneið af þjóðarkökunni varð að helsi hinna sem ekki höfðu þá aðstöðu og fengu eðli máls samkæmt minni skerf í sinn hlut.
Meira og minna snerist eitt þjóðfélag gegnumsneitt um umbúðir en ekki innihald, sýndarveruleika endalausrar auglýsingamennsku frá morgni til kvölds.
Markaðshyggjuþokumóða lagðist yfir og menn voru villtir á veginum og eru enn að hluta til, því reglur þær sem lágu til grundvallar skipulaginu eru enn þær sömu, þar sem vinnuveitendur og verkalýðshreyfing hafa gengið til sængur saman í samráði við valdhafa hverju sinni með handaböndum og stöðugleikayfirlýsingum allra handa.
Skattastefna stjórnmálaflokka og ríkisstjórna er eins og veðurfarið hér á landi, óútreiknanleg, sem aftur getur ekki orðið til þess fallin að skapa nokkurn tímann stöðugleika.
Andvaraleysi okkar gagnvart þróuninni hefur því miður verið algert, bæði hvað varðar aðhald að sitjandi ráðamönnum sem og þróun eins þjóðfélags þar sem umbúðir í stað innihalds, veraldlegar áherslur í stað andlegra, hafa orðið ofan á.
Trúin flytur fjöll og án trúar förum við ekki langt, því trúin á framtíðina er forsenda þess að við göngum áfram veginn.
Við þurfum að hefja til vegs og virðingar það sem við höfum gleymt að rækta svo sem virðingu fyrir siðvenjum þeim er mannkyni hafa orðið til framfara gegnum tíðina og finna má rætur til í kristinni trú sem er okkar þjóðtrú.
kv.Guðrún María.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Heil og sæl þetta ergóður pistill hjá þér Guðrun María
Kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 28.10.2010 kl. 23:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.