Hverra erinda gengur Dv ?

Getur það verið að Dv gangi enn erinda fyrrum eiganda sinna ?

Spyr sá sem ekki veit, en hamagangur blaðsins gagnvart einstökum aðilum öðrum en Baugsveldinu, hefur verið sýnilegur þeim sem vilja sjá og heyra.

Ef svo er þá er enn jafn lélegt umhverfi fjölmiðla í landinu og var fyrir hrunið þar sem alls konar fréttaflutningur gekk erinda aðila þeirra sem eignarhaldinu höfðu yfir að ráða.

Nú þekki ég ekkert til viðkomandi aðila sem hér er um rætt en félagið Novator var mér best vitanlega í eigu Björgúlfsfeðga sem Dv, sem Baugsmiðill sá ofsjónum yfir og hamaðist í að flytja neikvæðar fréttir af fyrir og eftir hrun meðan litla sem enga gagnrýni var að finna á fyrirtæki Baugs og starfssemi þeirra hér á landi og erlendis.

Veldur hver á heldur.

kv.Guðrún María.


mbl.is Undirbýr meiðyrðamál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar

Hverra erinda gengur þú ?  Ekki í fyrsta sinn sem þú ert að verja auðrónana sem settu landið á hausinn.  Tveir menn bera meginábyrgð á því hvernig komið er hér, Bjórgólfur Thor og Davíð Oddsson.   Þú hefur ítrekað varið þessa drullusokka bæði hér á blogginu og annarsstaðar.

Óskar, 25.10.2010 kl. 03:00

2 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Mér er nú ómögulegt að taka þessa færslu sem vörn á Björgólfsfeðga þó þeir séu notaðir sem dæmi um einhliða málflutning DV.

Það er ekki eðlilegt að menn séu alltaf annaðhvort eða. Sumir eru hinsvegar þannig að þeim finnst að ef maður er ekki með þeim sé maður á móti þeim.

Ég er allavega ekki þannig . kveðja Kolla

Kolbrún Stefánsdóttir, 25.10.2010 kl. 13:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband