Samjammarabandalag vinnuveitenda og verkalýðshreyfingarinnar.

Launum hefur verið haldið niðri á almennum vinnumarkaði allt frá árinu 1983, í raun og þær fátæktargildrur sem búnar hafa verið til svo sem frysting skattleysismarka 1995, eru öllum hlutaðeigandi til háborinnar skammar.

Það atriði að vinnuveitendur skuli vera komnir inn í stjórnir lífeyrissjóða launamanna skrifast á ónýta verkalýðshreyfingu, því miður.

Frá þeim tíma hafa SA og Así samjammað sig, um tíma undir formerkjum stöðugleika en nú með málamyndasamsöng um aðgerðarleysi stjórnvalda.

Raunin er sú að markmið og tilgangur verkalýðshreyfingarinnar er fyrir löngu týndur hér á landi og með ólíkindum að eitthvað yfirregnhlífabandalag verkalýðsfélaga skuli enn við lýði árið 2010 á Íslandi.

Aðskilja þarf alfarið vald verkalýðsfélaga til þess að koma nærri lögbundinni sjóðssöfnun lífeyrissjóðanna, og vinnuveitendur eiga ekki að koma þar nærri.

kv.Guðrún María.


mbl.is Vilmundur sammála Gylfa um margt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband