Hvar eru refaskytturnar ?

Er það aflagt að menn séu gerðir út til veiða á refum núorðið eins og var hér í eina tíð ?

Ef svo er þá er það nokkuð ljóst að fréttir sem þessar er eitthvað sem við munum lesa áfram, eins ömurlegt og það er.

Raunin er sú að bæði ref og mink þarf að halda í skefjum líkt og gert var hér í eina tíð en þá var greitt fyrir veiddan mink, að mig minnir engin stórkostleg upphæð en eigi að síður hvati að því að halda villtum stofni í skefjum.

kv.Guðrún María.


mbl.is Dýrbítar í Borgarfirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl

Það er nú víst málið að þær fá ekkert orðið greitt skytturnar, Borgarbyggð setti kvóta á þá seinasta ár og fékst aðeins greitt fyrir einhverja 15 - 20 refi í hverjum af gömlu hreppunum.

Jón Guðlaugur Guðbrandsson (IP-tala skráð) 21.10.2010 kl. 04:02

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

bændur eiga bara að passaskjáturnar sínar. refinn á að friða

Óskar Þorkelsson, 21.10.2010 kl. 05:49

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Þegar minkar sluppu á sínum tíma var árangur í refaveiðum mjög góður. Með þeim aðgerðum var landið bókstaflega opnað fyrir þessum vágest. Refir og minkar hafa mjög líka lífshætti og skarast víða óðul þeirra.

Minkinn er mun erfiðari að veiða og uppræta end dýrið minna.

Annars eiga sauðfjárbændur að sjá um þetta sjálfir auk standa við kostnað við fjallgöngur og réttir.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 21.10.2010 kl. 12:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband