Löngu tímabær réttarbót, en....

Aðstæður nú um stundir þess efnis að fjöldi íslenskra heimila eru tæknilega gjaldþrota, kann að gera það að verkum að hugsanlega kynni að verða á ferð heimsmet í gjaldþrotum í kjölfar lagasetningar þessarar.

Það þarf að vissu leyti ekki að vera undrunarefni því stjórnvöld hafa ekki leiðrétt þann forsendubrest sem til varð hér á landi varðandi fjárskuldbindingar allar eftir hrun eins efnahagskerfis.

Að tala um það hið sama sem mannréttindi er afstætt í sjálfu sér, því aldrei skyldi það vera æskilegt að þurfa að reka mál sín í þrot, hvorki til lengri eða skemmri tíma.

Það er hins vegar þjóðhagsleg hagkvæmni í því fólgin að hver einstaklingur geti sem fyrst öðlast uppreisn æru fjármálalega eftir áföll sem slík, þannig að neðanjarðarhagkerfi sé ekki kerfi í kerfinu.

kv.Guðrún María.


mbl.is Frumvarpið mannréttindabót
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband