Er pólítískt einelti til á Íslandi ?
Mánudagur, 11. október 2010
Getur það verið að þeir sem gagnrýna ákveðna flokka, við stjórn ríkis eða sveitarfélaga, séu sérstaklega teknir fyrir varðandi stjórnvaldsákvarðanir hvers konar ?
Það skal viðurkennt að ég hefi spurt mig þeirrar spurningar undanfarið, þótt lengst af hafi ég blásið á allar slíkar samsæriskenningar og ætíð talið það að hver einstaklingur hljóti að geta varið sinn rétt hvarvetna gagnvart yfirvöldum alveg sama hvað flokkar heita er sitja við valdatauma sem stjórnvald.
Ég veit það þó að tilhneiging embætttismannakerfisins íslenska hefur oftar en ekki verið sú að þjónkast sínum pólítisku herrum á hverjum tíma með ótrúlegri aðlögunarhæfni þar að lútandi oft og iðulega.
Embættismenn framkvæmdavaldsins eru nefnilega oft eins og styttur í stjórnkerfinu, þar sem aldrei er skipt um mannval svo nokkru nemi og eftir því breytist lítið, þar sem þeir hinir sömu eru einnig ráðgefandi aðilar fyrir þá sem taka við eftir fjögurra ára kjörtímabilin við stjórn ríkis og sveitarfélaga.
Ég vil hins vegar ekki trúa því fyrr en ég tek á að pólítískt einelti sé til hér á landi, þótt keim af pólítiskum smjörþef sé að finna í þvi sem ég hefi mátt þurfa að þrefa í undanfarið, gagnvart þeim aðilum sem þar er um að ræða, þar sem gífurlegur skortur á almennum skynsemisforsendum mála er á ferð í raun, alveg sama hvernig á málið er litið.
kv.Guðrún María.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.