Augnablik heilbrigðisráðherra, var ekki gert ráð fyrir auknum verkefnum LSH ?

Eitthvað er ég hrædd um að mönnum hafi verið mislagðar hendur varðandi þær tillögur sem komið hafa fram til stofnanna, varðandi það atriði að skera niður þjónustu hér og þar, sem LSH í Reykjavík á að sinna, en samt á að skera niður þar einnig.

Það væri mjög fróðlegt að fá að vita frá ráðherra, hvort hér sé á ferð tillögugerð þar sem lækkaður stuðull heilbrigðisþjónustu almennt í landinu er á ferð í raun ?

Það er mjög mikilvægt að fá að vita það hið sama.

kv.Guðrún María.


mbl.is Leggst þunglega í okkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Eyjólfur Jóelsson

Það hefur verið niðurskurður í heilbrigðisgeiranum í fjölda ára líka þegar vel gekk,hversu lengi er hægt að skera niður í kerfinu þangað til hún fer að lamast ?Er enginn forgangur í niðurskurði ríkisvaldsins ? Heilbrigðisgeirinn og aldraðir eiga ávallt að vera síðast í niðurskurði.

Það hljóta að vera til önnur verkefni sem mega bíða eða færast ofar á forgangslistann,s.s í utanrikisráðuneytinu og umhverfisráðuneytinu.

Guðmundur Eyjólfur Jóelsson, 10.10.2010 kl. 10:35

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Það er mikið rétt Guðmundur að niðurskurðurinn hefur verið samfelldur í fjölda ára, og ekki einu sinni tekið mið af fólksfjölgun.

Tek undir það að forgangsröðunina þarf að endurskoða.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 10.10.2010 kl. 23:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband