Ég trúi...

því að okkar samfélag muni rísa upp úr öskustó efnahagslegrar óráðsíu, og siðhningnunar sem orðið hefur til við ofmat á veraldlegum gæðum umfram þau andlegu.

Ég trúi því líka að maðurinn muni verða þess umkominn að bæta sína aðferðafræði um réttláta skiptingu kökunnar í einu þjóðfélagi á norðurhjara veraldar.

Ég veit að þar þarf ég að leggja mitt af mörkum til þess hins sama.

Ég trúi á hið góða í manninum og veit að menntun til þarfa eins þjóðfélags mun áfram skila okkur fram á veg, svo fremi meðalhófið sé leiðarljós.

Ég trúi þvi að Guð leggi ekki þyngra á okkar herðar en við getum borið en það veit Guð að oft hefi ég leitað til hans til þess að hjálpa mér við gönguna, en þar hefi ég fengið mína sáluhjálp í sorg og þrautum og öðlast gleði og bjartsýni að nýju við það veganesti.

kv.Guðrún María.


mbl.is „Fólk sækir í trúna“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband