Ábyrgð ráðherra í ríkisstjórn Íslands hverju sinni, er lögum samkvæmt.

Mér kemur það ekki á óvart að meirihluti landsmanna vilji að mál ráðherra fari fyrir Landsdóm, eftir þau umskipti sem íslenskt þjóðfélag hefur orðið fyrir.

Hver og einn einasti stjórnmálaflokkur sem situr á Alþingi Íslendinga hefur lýst því yfir frá hruni að vilji sé til þess að endurskoða hvað aflaga fór, og gera upp fortíðina til þess að læra af til framtíðar.

Það er því mikilvægt fyrir þá er koma til með að hafa með valdheimildir sem ráðherrar í ríkisstjórn landsins, i framtíð, að þau álitaefni sem uppi eru nú, komi fyrir Landsdóm og kveðið verði úr um ráðherraábyrgð samkvæmt lögum landsins varðandi þau hin sömu atriði sem þar er um að ræða.

Hver og einn einasti stjórnmálaflokkur þarf og verður að vera þess umkominn að ganga með hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi hvarvetna, þar sem ekki er spurt um hver er vinur hvers, hvar og hvenær ellegar hvort menn eru í þessum flokki eða hinum, sitjandi sem ráðherra með vald um aðgerðir eða aðgerðaleysi.

kv.Guðrún María.


mbl.is Flestir fylgjandi málshöfðun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband