Bakkafjara mun ekki umlykja Eyjar.

Ég held að það sé afskaplega ólíklegt að Bakkafjara muni umlykja Eyjar, þar sem útburður ánna er fyrir það fyrsta ekki nægilegur til þess arna og í öðru lagi, eru straumar svo sterkir að sunnan að útburðurinn þvælist fram og til baka um strandlengjuna án þess þó að fjaran teygi sig út.

Því til viðbótar er mjög aðdjúpt við strandlengjuna undir Eyjafjöllum, og út í Landeyjar, mér best vitanlega.

kv.Guðrún María.


mbl.is Mun Bakkafjara umlykja Eyjar?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Í framtíðinni, á jarðsögulegum tíma" segir í fréttinni, það gætu verið 1000 ár sem er reyndar mjög stutt í jarðsögulegum tíma. En þú ert nú bara kona og skilur ekki svona hluti

Gvendur (IP-tala skráð) 7.9.2010 kl. 02:06

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Einmitt það er þín skoðun að ég sem kona skilji ekki svona hluti en það breytir því hins vegar ekki að ég hef skoðun á því hinu sama.

Hinn jarðsögulegi tími þ.e ein öld breytir engu í þessu sambandi varðandi það að Bakkafjara teygi sig kring um Eyjar.

Engu.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 7.9.2010 kl. 02:24

3 identicon

Hefurðu leitt hugann að því Guðrún mín að það er ekki svo íkja langt síðan að sjávarbrimið barði sjálf Eyjafjöllin, og hvar er ströndin núna?

Jóndi (IP-tala skráð) 7.9.2010 kl. 09:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband