Viðurkenna stjórnvöld mistök við stjórn efnahagsmála ?
Mánudagur, 6. september 2010
Var að hlusta á viðtal við Sigurð G. Guðjónsson, í Silfri Egils, og er sammála flestu sem kom fram hjá honum, varðandi það atriði að stjórnvöldum hefur verið gjörsamlega ómögulegt að eygja forsendubrest þann sem til varð um fjárskuldbindingar landsmanna.
Sé það svo að stjórnmálamenn í sitjandi ríkisstjórn landsins, geti ekki lengur tekið ákvarðanir á sviði efnahagsmála á eigin spýtur hér á landi, þá er illa komið.
Hin mikla tilhneyging þess efnis að koma sér frá ábyrgð á ákvarðanatöku, um mál sem þarf að taka ákvarðanir um hefur verið vel sýnileg í þessu stjórnarsamstarfi og svo sem áður en til hruns kom.
Þar firra menn sig ábyrgð skýla sér bak við embættismenn, sem er aumt.
Hlusta nú á Jón Baldvin fabúlera um stjórnmálin hjá Agli, en ég hef hlustað á Jón Baldvin áratugum saman í íslenskri pólítík og yfirleitt talið hann tækifærissinna þótt hitti naglann á höfuðið öðru hvoru.
Hann stendur vörð um sína menn með hinum venjulega skóflumokstri gagnrýni á aðra flokka í stað þess að hefja sig nú yfir flokkslínur er hann hefur gengið út úr pólitík.
Það fer Jóni illa nú að ræða um óréttlæti í kvótakerfinu, hafandi uppáskrifað það sjálfur á sínum tíma svo ekki sé minnst á það að hafa þá engu áorkað öll árin síðan til umbreytinga í stefnu jafnaðarmanna allra handa hér á landi sem lengst af höfðu enga einustu skoðun á málinu.
Þetta heitir tækifærismennska.
kv.Guðrún María.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.