Burt með öfga ismaskilgreiningar í formi femínisma, kommúnisma, eða annars.

Gallinn við öfgahyggju hvers konar er sá að sú hin sama tekur ekki mið af öðru en áhuga á einhliða framgöngu einstefnu sjónarmiða svo sem það atriði að gefið mál sé að, nógu margar konur í einni ríkisstjórn komi til með að þjóna markmiðum kvenna í samfélaginu, sem er sannarlega ekki gefið.

Það atriði að eitt samfélag þjóni konum eingöngu hlýtur einnig að þýða það að slíkt sé á kostnað hins kynsins, sem skekkir eðlilegt samhengi mála þar sem karl og kona byggja eitt samfélag saman.

Hér á landi er raunin því miður sú að þrátt fyrir Femínistafélag og alls konar kvennasamtök allra handa í hinum ýmsu málum hefur umbótum þess efnis að bæta launakjör hjá konum á almennum vinnumarkaði, ekki verið þokað nokkurn skapaðan hlut, nema síður sé.

Tilgangur öfgabaráttu skilgreininga hvers konar fellur því að hluta til um sjálft sig en vissulega finnast þar undantekningar á.

kv.Guðrún María.


mbl.is Femínistar harma kynjamisrétti í ríkisstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband