Ég sótti í fyrsta skipti um styrk úr sjóði verkalýðsfélagsins míns eftr 34 ára greiðslur í sjóði, og var synjað.

Vegna mikilla útgjalda er varða heilsufar á mínu heimili sótti ég í fyrsta skipti á ævinni um styrk úr sjóði verkalýðsfélags þess sem ég tilheyri nú á vinnumarkaði og heimilt er að sækja um styrk úr.

Ósk minni þess efnis var synjað en rökstuðning fyrir þeirri hinni sömu ákvörðun fæ ég ekki að sjá, þannig eru reglur þær sem gilda um starfssemi þessa.

Gegnum tíðina hefi ég gagnrýnt verkalýðshreyfinguna harðlega fyrir aulahátt við það að standa vörð um kaupmátt launþega á vinnumarkaði og kanski var mér hafnað vegna þess, það mun ég ekki fá að vita um.

Aumt er það eigi að síður að sækja um slikt eftir þetta langan tíma á vinnumarkaði með stöðugum greiðslum í sjóðina, og fá synjun við slíku.

kv.Guðrún María.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband