Verkalýðshreyfingin taki til í eigin ranni.

Hvaða heil brú er í því að eitthvað yfirregnhlífabandalag verkalýðsfélaga ASÍ sé með kostnaðarsaman rekstur þar sem sérstakur formaður þiggur laun sem eru hærri en laun alþingismanna, og einnig sérstakan hagfræðing, og verðlagseftirlit ?

Með öðrum orðum búið að búa til aukakostnað sem launþegar í landinu greiða fyrst og síðast.

Eftir því sem apparat þetta hefur vafið upp á sig því lélegri hafa samningar um kaup og kjör orðið, því miður.

Það hið sama átti sér stað áður en hrunið kom til sögu hér á landi.

Hvar eru siðareglur verkalýðshreyfingar varðandi það atriði að sýna það og sanna að hreyfingin gangi ekki erinda ákveðinna pólítískra sjónarmiða ?

Færa þarf umsýslu fjármuna lífeyrisjóðanna langt frá þeim er semja um kaup og kjör í landinu sem allra fyrst, og vinnuveitendur hafa ekkert að gera í stjórnir sjóða þessara, ekkert eðli máls samkvæmt.

Verkalýðshreyfingin á ekki að skipta sér af pólítik í landinu, frekar en stjórnvöld af kjarasamningum á vinnumarkaði, nema þegar stjórnvöld eru viðsemjendur.

Uppstokkunnar er þörf.

kv.Guðrún María.


mbl.is Krónan þarf að styrkjast meira
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Sæl Guðrún. Eins og þú væntanlega veist, þá eru kjarasamingar lausir í haust. Verkalýðsforkólfarnir eru orðnir það fjarlægir verkalýðnum, að þeir hafa fengið Capacent Gallup, til þess að gera rándýra viðhorfskönnun, meðal félagsmanna hér á suðvesturhorninu hið minnsta, til þess að vinna upp úr kröfugerð fyrir samningana.  Þessir greifar eru orðnir of fínir til þess að fara út og tala við fólkið sitt og fá skilaboðin beint í æð.

Kristinn Karl Brynjarsson, 4.9.2010 kl. 00:48

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Kristinn.

Þetta nær ekki orðið nokkurri átt, svo mikið er víst.

Þörfin fyrir það að stofna nýja hreyfingu verkalýðs í landinu hefur aldrei verið meiri.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 4.9.2010 kl. 01:02

3 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Gamla verkalýðshreyfingin er orðin það samofin vinnuveitendum, að það yrði tryggt að félagar nýrrar hreyfingar fengju ekki vinnu.  Fengju að öllum líkindum ekki heldur vinnustaðaskírteini.  Ríkisvaldið líka gersamlega samdauna þessum sora líka..............

Kristinn Karl Brynjarsson, 4.9.2010 kl. 01:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband