Hefur þessi ríkisstjórn breytt einhverju varðandi einkahlutafélögin og skatta til sveitarfélaga ?

Ég verð að játa það að ég hefi ekki fylgst nógu vel með til þess að skoða hvort einhverjar breytingar hafi komið til sögu hjá þessari stjórn, varðandi það atriði að einkahlutafélög greiði annað en 10 prósent fjármagnstekjuskatt.

Sveitarfélög þau er hýsa þau hin sömu einkahlutafélög sjá til þess að kosta alla utanumgjörð þeirrar hinnar sömu starfssemi hvers eðlis sem er, án þess þó að hafa haft nokkra tryggða tekjustofna til þess arna og margsinnis hafa forsvarsmenn Sambands sveitarfélaga bent á hið sama, er skerðir tekjur sveitarfélaga vissulega all mikið.

Væntanlega hefur félögum þessum fækkað eitthvað en eigi að síður hlýtur að þurfa að skapa tekjustofn til handa sveitarfélögum af starfssemi sem þessari, ef það hefur ekki nú þegar verið gert.

kv.Guðrún María.


mbl.is Alvarleg staða sveitarfélaga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband