Vilhjálmur er eini maðurinn sem eigir raunverulega sýn á hagsmuni launþega í landinu.
Miðvikudagur, 1. september 2010
Það er ótrúlegt til þess að vita að aðeins einn maður í forystu allrar Verkalýðshreyfingar í landinu skuli tala máli launþega nú um stundir.
Sá hinn sami virðir þau markmið og þann tilgang sem barátta fyrir hagsmunum launþega í landinu er, á hverjum tíma, hinir fljóta sofandi að feigðarósi, því miður, oftar en ekki undir formerkjum þess að styggja ekki samflokksmenn við stjórnvöl ríkis og sveitarfélaga sem þeir hinir sömu tilheyra og ganga þannig gegn tilgangi og markmiðum verkalýðshreyfingar yfir höfuð sem fyrst og fremst eru þau að standa vörð um hagsmuni launþega í landinu.
Hví skyldi svo komið ?
Jú það er búið að hræra saman fjármunavörslu lífeyrissjóða með þáttöku vinnuveitenda í sjóðastarfssemi og setu í sjóðunum, þar sem hagsmunir skarast, og ofan á hefur verið hagsmunir vinnuveitenda meira og minna á kostnað launþega, ásamt því atriði að standa í samkrulli við stjórnvöld um það að þjóðnýta fjármuni í lífeyrissjóðum að eigendum fjármagns forspurðum, að hentugleikum.
Hér er um að ræða siðleysi að verstu tegund og ævarandi skömm þeirra er á horfa þegjandi og hljóðalaust í voru samfélagi.
kv.Guðrún Maria.
Verkalýðshreyfing með gervitennur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.