HVERNIG á að sameina félagsmála og heilbrigðisráðuneyti ?

Það verður vægast sagt mjög fróðegt að vita hvernig í ósköpunum menn ætla að fara að því að sameina þessi tvö ráðuneyti, einkum og sér í lagi sökum þess að viðkomandi málaflokkar í formi stjórnsýsluákvarðana hafa bitið og bíta skóinn hver af öðrum meira og minna í formi fjármagns og togstreitu um slíkt.

Það er eins gott að mannréttindi einstaklinganna verði ekki undir í slíku.

Í áraraðir hefur fjármagn það sem skortir í heilbrigðismál verið dúkkað af félagsmálaþættinum og öfugt í talnaleikjum hinum ýmsu við fjárlagagerð.

Nú nýlega hefur það komið í ljós með stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar að óviðunandi framkvæmd er til staðar í málefnum fatlaðra, sem hafa verið á verkssviði ríkisins en á að færa yfir til sveitarfélaganna mér best vitanlega.

Krafa skattgreiðenda í þessu landi ætti að vera sú að samstarf aðila allra er heita hið opinbera hvort sem er ríki eða sveitarfélög þjóni þeim lögbundnu skyldum sem í lög hafa verið færð og gilda í landinu.

kv.Guðrún María.


mbl.is Ákvarðanir liggja ekki fyrir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Þetta er nú allt gert til að falla betur að reglugerð ESB. Það er ekki verið að beina sjónum að því að koma Landi og Þjóð upp úr þessari kreppu.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 1.9.2010 kl. 01:12

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Það er mikið rétt Ingibjörg.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 1.9.2010 kl. 01:13

3 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Hverjum er ekki sama hvað gamla gráhærða flugfreyjan gerir í  þessum ráðherramálum.  Það verður álíka metnaðarlaust og hennar menntaferill, ef að líkum lætur.  Hennar tími er bæði kominn og farinn.

Guðmundur Pétursson, 1.9.2010 kl. 04:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband