Íslenska sauðkindin hefur haldið lífí í þjóðinni gegnum aldirnar.

Það væri mjög fróðlegt að vita hvort magn sauðfjár í landinu nú um stundir annar eftirspurn eftir ull í formi lopa, en hin mikla lopapeysuvakning varð til allt í einu eftir hrunið.

Það er ekki ýkja langt síðan að ull af sauðfé var verðlaus og mátti eins brenna heldur en að selja og sú er þetta ritar átti varla til orð í eigu sinni yfir því hinu sama hvað varðar sóun verðmæta í því sambandi.

Landbúnaðarstefnan er sér kapítuli út af fyrir sig og stærðarhagkvæmniseinstefnuhyggjan sem tröllréð húsum og flokkaði sundur sauðfjárrækt og kúabúskap þarf skoðunar við, með tilliti til landnýtingar sem opinberu fjármagni hefur áður verið varið í að rækta með styrkjum þar að lútandi.

Það vill gleymast að sauðkindin skilur eftir sig náttúrulegan áburð þar sem hún fer yfir, en það atriði að kenna ágangi sauðfjár um hitt og þetta hefur verið viðtekin venja um áraraðir, meðan hross hafa ef til valdið meiri ágangi en sauðkindinni hefur mögulega verið mögulegt að valda með yfirferð.

kv.Guðrún María.


mbl.is Meira fólk en fé í réttunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband