Hvað með réttindi sjúklinga ?

Þegar ráðlögð meðferð af hálfu fagaðila er starfa á sjúkrahúsinu, inniheldur forsendur sem þýða réttarfarslegan gjörning svo sem sjálfræðissviptingu í eitt ár, þá á viðkomandi sjúklingur rétt á því að sú hin sama meðferð hefjist að lokinni þeim hinum sama lagalega gjörningi.

Er það raunin ?

Svarið er nei, því miður, plássi því sem viðkomandi sjúklingur átti að fara í var ráðstafað á meðan og viðkomandi settur á biðlista, þrátt fyrir ákvörðun um slíkt fyrir dómi þann 5.ágúst sl.

Meðferð sem taka átti ár lengist því eftir því sem dagar líða sjálfkrafa til handa viðkomandi sjúklingi og ekkert er hægt að leggja af mörkum af hálfu kerfisins til þess að viðhalda framhaldi meðferðar sem þó innihélt kröfu um sviptingu sjálfræðis til handa einstaklingi.

Slík ákvarðanataka, að setja sjúkling í bið, hver svo sem ber ábyrgð í þessu efni skyldi ekki vera það sem samhæfð fagleg vinnubrögð eiga að innihalda í ferli mála, með tilliti til mannréttinda og virðingar fyrir einstaklingnum, sem sjúklingi sem og rétti þess hins sama um samfellda meðferð.

kv.Guðrún María.


mbl.is Landspítalinn skilar afgangi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband