Fyrsti vísir að stjórnlagadómstól ?

Sú er þetta ritar hefur oftsinnis rætt um nauðsyn þess að stofna stjórnlagadómstól hér á landi varðandi handónýta lagagerð sem runnið hefur gegn um þingið of oft.

Meira og minna fer öll lagagerð gegnum ráðuneyti málaflokkanna að einhverju leyti, ellegar kann að koma þaðan að grunni til.

Það atriði að lög standist skoðun hvað varðar stjórnarskrá sem og það atriði að stangast ekki á við aðra lagasmíð er kann að varpa tilgangi lagasetningar fyrir róða, skiptir öllu máli.

Til þess að tryggja skýra og skilmerkilega lagasetningu er þjónar tilgangi sínum í þágu borgarana, þar sem hvers konar loðið orðaval er af dagskrá, auðveldar dómstólum störf og eykur virkni eins réttarkerfis.

Ekki veitir af.

kv.Guðrún María.


mbl.is Meðferð stjórnarfrumvarpa endurskoðuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband