Samhæfing vinnubragða í stjórnsýslunni er þjóðþrifamál.

Það er fagnaðarefni að sjá þetta verkefni komið á koppinn, þ.e að endurmenntun og þjálfun muni eiga sér stað innan stjórnsýslu í ráðuneytunum, og vonandi víðar um stjórnkerfið.

Gildandi stjórnsýslulög eru góð lög en það er ekki nóg að hafa lög ef virkni þeirra er ekki fyrir hendi við framkvæmd mála.

Svo dæmi sé tekið er það ekki nógu góð stjórnsýsla að einstaklingar fái upplýsingar frá hinu opinbera þess efnis að einungis einn aðili viti um eitthvað mál en sá sé í fríi og einstaklingurinn verði að bíða eftir því að hann komi úr fríi, osfrv.......

Þetta heitir skipulagsleysi, því ef hið opinbera hefur opnar skrifstofur til leitunar borgara á ákveðnum málum gagnvart hinu opinbera, þá skyldi viðkomandi skrifstofa vera þess umkomin að svara til um alla málaflokka.

Aðeins eitt dæmi en þau eru því miður fleiri.

Vonandi er hins vegar að menntun og fræðsla skili samhæfingu og betri vinnubrögðum.

kv.Guðrún María.


mbl.is Starfsmenn ráðuneyta á skólabekk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband