Nýríkir, auðjöfrar drukknuðu í frelsi til athafna hér á landi, og utan landssteina.

Var einhver munur á Björgólfi og Jóni Ásgeir í athafnasemi og þá hver ?

Störfuðu þeir ekki í sama umhverfi laga um fjármálaumhverfi hér á landi ?

Var gróði fyrirtækjanna ekki nægur til þess að safna í sjóði í stað fjárfestingar og skuldaaukningar í sífellu, eða töldu mennirnir endalausan vöxt mögulegan ?

Var um offjárfestingar að ræða ?

Komu þeir að kvótakaupum i sjávarútvegi ?

Hvað hafa bankar i eigu ríkisins afskrifað mikið af skuldum þessarra aðila nú þegar ?

Hvað situr eftir af eignum þessara aðila ?

Endalaust mætti áfram spyrja en frelsi til athafna var mikið en hvort fyrirtæki á markaði hafi höndlað það hið sama frelsi undir formerkjum þess að vera í sambandi við sitt samfélag og þróun þess, verður áfram spurning.

kv.Guðrún María.


mbl.is Byggt á veikustu örmynt veraldar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Þegar stórglæpamenn fá ALGJÖRLEGA að leika lausum hala er fjandinn
laus, ekki síst í því ALLSHERJAR AULAÞJÓÐFÉLAGI sem við höfum lifað
í á undanförnum árum Guðrún. Og sem því miður verðist engan endi ætla
að taka, enda ríkisstjórnin handónýt, og stjórnkerfið og stjórnmálin
meir og minna GJÖRSPILLT ennþá!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 20.8.2010 kl. 21:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband