Málum drepið á dreif með nefndum, rétt eins og fyrri daginn.

Tískuákvarðanir í nútíma stjórnmálum er að setja mál í nefnd, sem kostar fjármuni en þess í stað er auðveldlega hægt að halda fundi með þeim er bera ábyrgð i stað þess að auka flækjustigið og kostnaðinn við nefndaskipan.

Að hluta til finnst mér þetta einnig, flótti frá ábyrgð hvers konar, og þessi nefnd engin undantekning frá mörgum öðrum þar að lútandi.

Sitjandi valdhafar skýla sér siðan bak við niðurstöður hinna ýmsu nefnda, um hitt og þetta.

Svo virðist hins vegar sem nefnd þessi eigi að sjá um upplýsingaflæði það sem fast hefur verið í pipunum undanfarið hvað varðar lögfræðiálit og ferðalag þeirra um stjórnkerfið, en jafnframt eiga að sinna almannavarnafjármálalegu hlutverki að virðist ef annað hrun dynur yfir.

kv.Guðrún María.


mbl.is Skipa nefnd um fjármálastöðugleika
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Skipuð hefur verið nefnd um eftirlit með rannsóknarmönnum fulltrúaráðs rannsóknardeildar eftirlitsstofnunar rannsóknarmanna eftirlitsskýrslustofnunarnefndarinnar. -- Rannsóknarmannaeftirlitsstofnunarskýrslurannsóknarnefndarnefndin!!!  fengið að láni frá Arndísi Einarsdóttur

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 17.8.2010 kl. 01:52

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Já þetta er framtíðin ef heldur fram sem horfir Jóna Kolbrún.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 17.8.2010 kl. 02:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband